Jude Bellingham leikmaður Real Madrid er eftirsóttur biti af fyrirtækjun sem vilja fá hann til að auglýsa fyrir sig. Eitt þeirra er Louis Vuitton
Bellingham sem er tvítugur hefur byrjað frábærlega með spænska liðinu.
Tískurisinn, Louis Vuitton vill borga Bellingham hundruð milljóna til að auglýsa vörur sínar.
Louis Vuitton hefur lengi viljað tengjast fótboltanum en Lionel Messi, Cristiano Ronaldo, Pele, Diego Maradona og Zinedine Zidane hafa allir auglýst fyrir fyrirtækið.
Bellingham er mikið í tískunni og er sagður spenntur fyrir því að skrifa undir samning við Louis Vuitton sem er dýrt og vinsælt tískumerki.
Bellingham og fjöldi annara knattspyrnumanna var mættur á stóra tískusýningu Louis Vuitton í París í sumar.