Sean Dyche, stjóri Everton, viðurkennir að það hafi verið þungt hög þegar tíu stig voru dregin af liðinu á dögunum fyrir brot á fjármálareglum.
Everton er í fallsæti með aðeins 4 stig eftir að tíu voru dregin af þeim.
„Ég var í áfalli og svo virðist sem margir í kringum fótboltann hafi verið það einnig,“ sagði Dyche í dag.
Dyche segir þetta þó ekki breyta því sem liðið er að gera og hrósar leikmönnum fyrir að halda einbeitingu.
„Þetta breytir ekki okkar áherslum. Áherslan síðan ég kom hefur verið að snúa genginu við innan vallar og við vorum augljóslega á réttri leið en þetta er auðvitað skref til baka. Þetta breytir hins vegar ekki okkar áherslum.
Ég talaði við hópinn og sagði þeim að taflan væri eitt og lokataflan annað. Þetta breytir sýninni núna en ekki því sem við erum að gera.“