Lionel Messi virðist vera mikill aðdáandi Phil Foden, leikmanns Manchester City.
Telegraph fjallar um þróun Foden sem leikmanns og segir þar meðal annars að Messi og Javier Mascherano, fyrrum leikmenn Barcelona, hafi reglulega rætt Englendinginn unga á tíma sínum þar við Sergio Aguero, landa þeirra sem var liðsfélagi Foden hjá City.
Foden spilaði sinn fyrsta aðalliðsleik 17 ára gamall árið 2017 undir stjórn Pep Guardiola en hann er uppalinn hjá City.
Í dag er Foden lykilmaður hjá City og með yfir 30 A-landsleiki á bakinu fyrir Englands hönd.