Sandro Tonali æfir á fullu með Newcastle og stendur sig ansi vel þrátt fyrir að vera í löngu banni.
Þetta segir stjóri Newcastle, Eddie Howe, en Tonalo var nýlega dæmdur í tíu mánaða bann frá vellinum vegna brota á veðmálareglum. Hann kom til enska liðsins frá AC Milan í sumar.
„Sandro hefur verið að standa sig mjög vel á æfingu. Það gerir það enn þá meira pirrandi að mega ekki nota hann,“ segir Howe um ítalska miðjumanninn.
„Ég held við höfum aldrei séð hann svona góðan. Hann höndlar stöðuna mjög vel og það segir mikið um hans karakter.“