Tafir hafa orðið á því að Sir Jim Ratcliffe geti gengið frá kaupum á 25 prósenta hlut í Manchester United.
Búist var við að Ratcliffe væri búinn að klára kaupin á þessum tímapunkti en tafir hafa orðið á ferlinu.
Ein af þeim ástæðum er sú að markaðir í Bandaríkjunum eru í hálfgerðu fríi þessa dagana.
Þakkargjörðarhátíðin fór fram þar í landi í gær og voru allir í fríi vegna þess, þá er svartur föstudagur í dag og lítið um að vera á mörkuðum.
Glazer fjölskyldan sem á Manchester United er staðsett í Bandaríkjunum og því hafa tafir orðið.
Búist er við að Ratcliffe gangi frá hlutunum á næstu dögum og mun hann þá taka yfir stjórn á málefnum sem tengjast fótboltanum hjá félaginu.