Gunnlaugur Fannar Guðmundsson er genginn í raðir Fylkis en hann kemur frá Keflavík.
Þessi öflugi miðvörður féll með Keflvíkingum í haust og hefur nú ákveðið að söðla um og verður því áfram í Bestu deildinni.
Gunnlaugur skrifar undir tveggja ára samning við Fylki.
Tilkynning Fylkis
Gunnlaugur Fannar semur við Fylki
Gunnlaugur Fannar Guðmundsson hefur skrifað undir tveggja ára samning við knattspyrnudeild Fylkis en hann kemur til félagsins frá Keflavík þar sem hann lék 22 leiki á ný liðnu tímabili.
Gunnlaugur sem er 29 ára gamall hefur leikið 48 leiki í efstu deild með Keflavík og Víking ásamt leikjum í næst efstu deild með Kórdrengjum og Haukum, þá á hann að baki 3 landsleiki með yngri landsliðum Íslands.
Við bjóðum Gunnlaug velkominn til félagsins og hlökkum til að sjá hann spreyta sig á vellinum í appelsínugulu.