Allir stuðningsmenn Manchester City og Liverpool sem eiga miða á leik liðanna á morgun hafa fengið bréf þar sem þeir eru beðnir um að haga sér.
Vegna óláta stuðningsmanna í síðustu leikjum neitaði lögreglan í Manchester að hafa leikinn síðdegis á morgun.
Leikurinn fer sökum þess fram í hádeginu, félögin biðja stuðningsmenn að haga sér.
Stuðningsmenn Liverpool eru beðnir um að kasta ekki neinu í átt að stuðningsmönnum City eins og þeir hafa gert og stuðningsmenn City eru beðnir um að hætta að syngja níðsöngva um Liverpool.
Mikill rígur hefur myndast á milli liðanna á síðustu árum þar sem þau hafa barist á toppnum en iðulega hefur City haft betur.