Ungverjinn Dominik Szoboszlai hefur farið ansi vel af stað með Liverpool á leiktíðinni frá því hann kom frá RB Leipzig í sumar. Goðsögn félagsins líkir honum við Steven Gerrard.
John Barnes, sem á yfir 300 leiki að baki fyrir Liverpool á sínum tíma, hrósar Szoboszlai í hástert.
„Hann minnir mig á Steven Gerrard að vissu leyti. Þú færð ekki oft miðjumenn sem eru teig í teig sem verjast og sækja, en það er það sem hann gerir,“ segir Barnes.
Szoboszlai hefur alls skorað tvö mörk og lagt upp tvö í 17 leikjum á leiktíðinni.