Casemiro og Christian Eriksen, miðjumenn Manchester United, eru báðir orðaðir við Sádi-Arabíu í dag.
Blaðamaðurinn Ekrem Konur segir frá því að félög í Sádí séu að fylgjast með gangi mála hjá Eriksen og að þau gætu boðið í hann 20 milljónir evra.
Þá segir miðillinn Relevo frá því að Casemiro sé alvarlega að íhuga að fara frá United vegna erfiðleika með að aðlagast. Einnig vegna mikilla meiðsla undanfarið.
Relevo segir að Sádi-Arabía heilli leikmanninn.