Svo gæti farið að Roy Keane taki að sér hlutverk hjá Manchester United eftir að Sir Jim Ratcliffe kemur inn í félagið og breytingar verða.
Þetta segir fyrrum liðsfélagi hans hjá United, Steve Bruce, en Keane er auðvitað algjör goðsögn innan félagsins.
Ratcliffe er að eignast 25% hlut í United og ætlar hann að gera miklar breytingar á fótboltahlið félagsins.
„Það kæmi mér ekki á óvart að sjá Roy taka að sér hlutverk hjá Manchester United,“ segir Bruce um Keane, sem hefur starfað sem sparkspekingur undanfarin ár.
„Við vitum hversu mikils hann er metinn innan félagsins. Hann var þar í 13 ár og var frábær fyrirliði. Ég er viss um að hann er til í viðræður.“