Martin Ödegaard er snúinn aftur til æfinga hjá Arsenal í aðdraganda leiksins gegn Brentford á laugardag.
Arsenal hefur verið án fyrirliðans í undanförnum þremur leikjum og kærkomið fyrir liðið að fá hann aftur.
Ödegaard missti einnig af leikjum Noregs í landsleikjaglugganum.
Arsenal er í þriðja sæti ensku úrvalsdeildarinnar, stigi á eftir toppliði Manchester City eftir tólf umferðir.
Arsenal captain Martin Ødegaard has returned to training 🔙🔴pic.twitter.com/msTHxQwC91
— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) November 23, 2023