Jose Luiz Gomez er þrítugur knattspyrnumaður sem keyrir nú Uber til að hafa í sig og á. Hann á þó að baki landsleik með Argentínu þar sem hann deildi velli með Lionel Messi og fleiri snillingum.
Það var árið 2017 sem hinn þrítugi Gomez lék sinn eina landsleik fyrir Argentínu og kom hann gegn Brasilíu. Liðsfélagar hans í þeim leik voru menn á borð við Messi, Paulo Dybala og Gonzalo Higuain.
Síðan þá hefur ferillinn hins vegar farið hratt niður á við, aðallega vegna meiðsla.
Gomez hefur ekki spilað síðan með Lanus í heimalandinu 2021 en þá spilaði hann fjórar mínútur í leik gegn La Equidad.
Þrátt fyrir það gefur bakvörðurinn ekki upp vonina um að snúa aftur á völlinn en á meðan keyrir hann fyrir Uber.