Shakira ætlar að segja alla söguna í kringum skilnað sinn við Gerard Pique í nýrr heimildarmynd sem hún er að gefa út.
Tæp tvö ár eru frá því að Pique og Shakira hættu saman, ástæðan var framhjáhald hans.
Skotin hafa gengið á milli þeirra eftir það en Shakira er ein frægasta söngkona í heimi og Pique var einn fremsti varnarmaður í heimi í fótboltanum.
Shakira hefur sungið um Pique í lögum sínum og sagt að nýja unnusta hans sé eins of Fiat á meðan hún er Ferrari.
Shakira er samkvæmt blöðum að undirbúa það að gefa Pique það óþvegið í nýrri heimildarmynd og segja frá því hvernig hann kom fram við hana.
Pique og Shakira eiga saman tvö börn eftir samband sitt.