Inter Miami segir frá því að ekkert sé til í því að félagið sé á leið til Sádí Arabíu á næsta ári til að taka þátt í æfingamóti.
Í vikunni fóru Sádarnir að segja frá því að Cristiano Ronaldo leikmaður Al Nassr og Lionel Messi leikmaður Inter Miami myndu þar mætast í síðasta skipti.
Þetta kannast forráðamenn Inter Miami ekki við og segja að félagið sé ekki á leið í neitt æfingamóti í Sádí Arabíu eins og staðan er í dag.
Messi mætti á þetta mót á þessu ári en þá sem leikmaður PSG en þar mættust hann og Ronaldo.
„Það var tilkynnt að við værum á leið á Riyadh Season mótið, þar er haft eftir forseta okkar að við séum að mæta. Jorge Mas hefur aldrei rætt þetta mót,“ segir talsmaðru Inter Miami.
Ronaldo og Messi hafa í mörg ár verið að keppast við hvorn annan og verið þeir bestu í heimi, ekki er þó líklegt að þeir spili við hvorn annan á nýjan leik.