Wasim Haq sem var ráðgjafi hjá enska knattspyrnusambandinu hefur sagt starfi sínu lausi eftir Twitter færslu sína.
„Adolf Hitler væri stoltur af forsætisráðherra Ísraels, Benjamin Netanyahu,“ sagði Haq í færslu sinni.
Færslan kom vegna innrásar Ísraels í Palestínu en blóðugt stríð braust út eftir að Hamas samtökin réðust inn í Ísrael.
Haq var strax settur til hliðar af enska sambandinu vegna málsins og hefur hann nú sagt af sér.
„Ég hef sagt starfi mínu lausu, ég bið múslima afsökunar,“ segir Haq.
„Þetta stríð hefur kostað þúsundir manna lífið, ég vona að fótboltinn geti spilað hlutverk í að róa hlutina á milli landanna.“