Samkvæmt AS á Spáni eru forráðamenn Real Madrid að búa til pláss í bókhaldinu sínu til að fá bæði Kylian Mbappe og Erling Haaland næsta sumar.
AS segir að líklega geti Real Madrid eytt um 342 milljónum punda næsta sumar ef allt gengur eftir.
Félagið á 111 milljónir punda á sínum bókum og velvild um lán fyrir 231 milljón punda.
Mbappe getur komið frítt frá PSG næsta sumar þegar samningur hans er á enda en Erling Haaland er samningsbundinn Manchester City.
Real Madrid vill smíða stjörnuprýtt lið og sótti Jude Bellingham í sumar en þessir tveir myndu setja Real Madrid í ansi góða stöðu.
Mbappe og Haaland mynu þá búa til þriggja manna framlínu með Vinicius Jr sem er í hæsta gæðaflokki.