Það var allt á suðupunkti í leik Brasilíu og Argentínu í undankeppni HM árið 2026 en leikurinn fór fram í Brasilíu.
Gera þurfti hlé á leiknum eftir að óeirðir brutust út og var lögreglan sökuð um að ráðast á stuðningsmenn Argentínu.
Nú hefur birst myndband af því þegar Angel di Maria leikmaður Argentínu hrækti á stuðningsmenn Brasilíu.
Di Maria fékk þá gusu yfir sig og svaraði fyrir sig með því að hrækja á stuðningsmenn.
Argentína vann 1-0 sigur en atvikið með Di Maria er hér að neða.
When Argentina was leaving the pitch, Ángel Di María spat at local fans after they threw something at him 🗣️💦 pic.twitter.com/xCrwyNaRme
— MARCA in English 🇺🇸 (@MARCAinENGLISH) November 22, 2023