Jose Mourinho, þjálfari Roma segist opinn fyrir því að þjálfa í Sádí Arabíu og telur að hann muni starfa þar einn daginn.
Starf Mourinho hjá Roma gæti verið í hættu enda situr liðið í sjöunda sæti í Seriu A og eru það mikil vonbrigði fyrir stjórnendur félagsins.
Roma kom inn í tímabilið með háleit markmið eftir að hafa krækt í Romelu Lukaku.
Samningur Mourinho við Roma er svo á enda í lok tímabils og er ekki líklegt að hann framlengi hann.
„Ég er á því að einn daginn fari ég til Sádí Arabíu, ég mun þjálfa þar,“ segir Mourinho.
„Það gerist samt ekki á morgun eða hinn,“ segir Mourinho sem opnar þarna dyrnar inn í peningana sem eru í boði í Sádí.