Sá möguleiki gæti komið upp að Manchester United verði bannað frá þátttöku í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð vegna kaupa Sir Jim Ratcliffe á 25 prósenta hlut í félaginu.
Ineos fyrirtæki Ratcliffe á nefnilega einnig Nice í Frakklandi og eins og staðan er í dag er liðið á leið í Meistaradeildina.
Nice er í öðru sæti í frönsku úrvalsdeildinni og aðeins stigi á eftir toppliði PSG.
Frakkar fá þrjú sæti beint inn í Meistaradeildina á næstu leiktíð og eitt sæti í umspil, Englendingar fá fimm sæti beint inn í riðlakeppni Meistaradeildarinnar á næstu leiktíð.
Reglur UEFA taka hins vegar á því ef sami eigandinn á tvö félög, ef bæði komast inn í Meistaradeildina fær liðið sem endaði ofar í sinni deild sæti en hitt er bannað frá keppni.
Þetta gæti komið upp hjá United en Ratcliffe sem er að ganga frá kaupum á 25 prósenta hlut í Manchester United.