Búið er að draga í umspilið fyrir laus sæti á Evrópumótið sem fram fer í Þýskalandi næsta sumar. Íslenska liðið var í pottinum og fær áhugaverðan möguleika til að koma sér inn á mótið.
Ísland mætir Ísrael í undanúrslitum í Þjóðadeildinni og í úrslitum mætir liðið svo Úkraínu eða Bosníu í úrslitum komist liðið áfram.
Ísland hefði getað endað í A-riðli í umspilinu en Finnar fá það verkefni og mæta Wales.
Umspilið fer fram í mars á næsta ári en vinni Ísland sigur á Ísrael fær liðið útileik gegn Úkraínu eða Bosníu. Hefði Ísland fengið heimaleik hefði liðið líklega spilað í Malmö enda hafa stjórnvöld hér á landi ekki viljað gera neitt fyrir Laugardalsvöll í mörg ár.
Bæði Úkraína og Ísrael hafa spilað á hlutlausum velli undanfarna mánuði enda er slæmt ástand í báðum löndum.
Ísland fékk sæti í umspilinu eftir ágætan árangur í Þjóðadeildinni þar sem Arnar Þór Viðarsson fór taplaus í gegnum fjóra leiki með liðið. Hann var rekinn úr starfinu í vor og Age Hareide tók við, hann fær það verkefni að koma liðinu inn á Evrópumótið.
Ísland fór árið 2020 í umspil um laust sæti á EM en datt út í úrslitaleik gegn Ungverjalandi á virkilega svekkjandi hátt.