Fjárfestingarfyrirtækið 777 hefur enn áhuga á að kaupa Everton þrátt fyrir að búið sé að taka tíu stig af félaginu.
Everton var refsað fyrir að brjóta reglur um fjármál félagana og er búið að taka tíu stig af félaginu í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili.
777 var komið langt í viðræðum um kaup á hlut í Everton en nú vilja þeir ræða nýjan verðmiða.
Everton á góðan möguleika á að halda sætinu sínu í deildinni enda hafa nýliðar Burnley, Luton og Sheffield United ekki byrjað vel.
Everton er með fjögur stig líkt og Burnley í fallsæti en Everton getur komist upp úr fallsæti með sigri á Manchester United um helgina.