Erling Haaland framherji Manchester City telur allar líkur á því að hann verði heill heilsu gegn Liverpool á laugardag.
Haaland meiddist lítilega í landsleik með Noregi í síðustu viku og spilaði ekki seinni leik liðsins.
Haaland hefur verið í endurhæfingu og segja ensk blöð allar líkur á því að hann verði klár á laugardag.
Stórleikur City og Liverpool fer fram í hádeginu á laugardag og má búast við miklum átökum.
City hefur aðeins hikstað í upphafi tímabils en er samt á toppi deildarinnar en Liverpool virðist vera að ná vopnum sínum.