Dominic Calvert-Lewin, framherji Everton, er fyrsti leikmaður liðsins til að tjá sig opinberlega í kjölfar þess að tíu stig voru dregin af því.
Greint var frá því á dögunum að tíu stig hefðu verið dregin af Everton fyrir brot á fjármálareglum og er liðið því aðeins með 4 stig.
Everton spilar sinn fyrsta leik eftir þetta gegn Manchester United um helgina.
„Ég er viss um að stuðningsmenn verða klárir í leikinn. Við sem leikmenn undirbúum okkur eins og venjulega og gerum allt til að ná í þrjú stig,“ segir Calvert-Lewin.
Hann segir hópinn búinn að þéttast saman við fréttirnar.
„Við þessar aðstæður hefur myndast mikil samstaða. Við leikmenn voru í landsleikjahléi þegar fréttirnar bárust en mér finnst við ekki hafa látið þetta mikið á okkur fá.
Við sem leikmenn getum bara breytt því sem er fyrir framan okkur. Það er leikurinn á sunnudag og við hlökkum til hans,“ segir Calvert Lewin.