Allt að fimmtán leikmenn eru sagðir vera til sölu eða fara frá Manchester United næsta sumar. Ensk blöð segja að hreinsanir verði á Old Trafford í janúar og næsta sumar.
Victor Lindelof, Anthony Martial, Aaron Wan-Bissaka, Hannibal Mejbri, Jonny Evans og Tom Heaton fara allir ef þeir gera ekki nýja samninga
Mjög ólíklegt er að United kaupi Sofyan Amrabat og Sergio Reguilon sem eru á láni.
Jadon Sancho fer líklega fyrstur og er búist við að lausn á hans málum finnist áður en glugginn opnar í janúar.
Rapahel Varane er til sölu og er talið að United muni reyna að losa sig við Casemiro næsta sumar.
Þá er einnig talið að þrátt fyrir að spila mikið núna að Harry Maguire og Scott McTominay verði til sölu næsta sumar.
Þá gæti United reynt að losna við Antony sem hefur ekkert getað og Donny van de Beek sem hefur ekki fundið sig á Old Trafford.