Manchester City er farið að vinna í því að reyna að fá Erling Haaland til að skrifa undir nýjan samning svo framtíð hans sé í föstum skorðum.
Norski framherjinn er á sínu öðru tímabili hjá City og hefur reynst félaginu frábærlega.
Haaland er 23 ára gamall og átti stóran þátt í því að að City vann þrennuna á síðustu leiktíð þar sem hann raðaði inn mörkum.
Enskir miðlar segja samtalið vera farið af stað en ekkert samkomulag sé nálægt því að vera í höfn.
Haaland hefur verið sterklega orðaður við Real Madrid og lengi hefur verið talað um að planið hans væri að fara þangað á næstu árum.