Arnór Borg Guðjohnsen er endanlega genginn í raðir FH en félagið tilkynnir þetta.
Hinn 23 ára gamli Arnór var á láni hjá FH frá Víkingi seinni hluta síðasta sumars en er nú endanlega kominn til Fimleikafélagsins.
Arnór er uppalinn hjá Breiðabliki en hefur einnig spilað með Fylki hér á landi sem og yngri liðum Swansea.
FH hafnaði í fimmta sæti Bestu deildar karla á síðustu leiktíð.
Velkominn Arnór Borg ✍️#ViðErumFH pic.twitter.com/TLo5vtcuVg
— FHingar (@fhingar) November 23, 2023