Chelsea er komið í kapplaupið um hinn afar spennandi Khvicha Kvaratskhelia samkvæmt ESPN.
Hinn 22 ára gamli Kvaratskhelia skaust hratt fram á sjónarsviðið á síðustu leiktíð eftir að hann kom til Napoli frá heimalandinu, Georgíu.
Kvaratskhelia er ansi eftirsóttur og er metinn á 85 milljónir evra samkvæmt Transfermarkt.
Fjöldi stórliða, á borð við Barcelona, Real Madrid og Manchester City, fygljast með gangi mála hjá Kvaratskhelia en samkvæmt nýjustu fréttum er Chelsea búið að slást í kapphlaupið.
Kvaratskhelia á tæp fjögur ár eftir af samningi sínum við Napoli en á þessari leiktíð hefur hann skorað þrjú mörk og lagt upp fimm í öllum keppnum.