Manchester Evening News segir frá því að Manchester United ætli hið minnsta að losa sig við tíu leikmenn á næsta ári.
Ætlar félagið að gera allt til þess að styðja við Erik ten Hag og þær breytingar sem hann vill gera.
United byrjaði að hreinsa út í sumar þegar David de Gea, Fred, Dean Henderson og Anthony Elanga fóru í sumar.
Segir staðarblaðið að tíu leikmenn hið minnsta fari frá félaginu í janúar og næsta sumar.
Rætt er um Rapahael Varane, Casemiro, Christian Eriksen, Anthony Martial, Jadon Sancho, Jonny Evans og fleiri.
Miklar breytingar virðast vera í vændum en búist er við að Sir Jim Ratcliffe eignist 25 prósenta hlut í félaginu á næstu dögum.