Fulham er tilbúið að lækka verðmiðann á Joao Palhinha sem FC Bayern var nálægt því að kaupa í sumar.
Palhinha var mættur til Þýskalands á lokadegi félagaskiptagluggans og kláraði læknisskoðun.
Palhinha fór svo í myndatöku sem nýr leikmaður Bayern þegar Fulham hætti við að skrifa undir pappírana.
Palhinha gerði nýjan samning við Fulham á dögunum en samt eru taldar miklar líkur á að hann fari í janúar.
Bild í Þýskalandi segir að Fulham sé tilbúið að selja Palhinha á minni pening en í sumar en þá ætlaði Bayern að borga 56 milljónir punda.
Palhinha er landsliðsmaður Portúgals og var í byrjunarliði gegn Íslandi á sunnudag.