Búið er að setja upp stórt skilti rétt fyri utan Old Trafford en það er fyrirtækið Checkatrade sem borgar fyrir auglýsinguna.
Þar segir á skiltinu að bæði vörnin hjá liðinu og þakið á stúkunni leki.
Mikið hefur verið fjallað um slæmt ástand Old Trafford undanfarnar vikur.
Þakið á stúkunni lekur og virðist Glazer fjölskyldan sem á félagið ekki vilja gera neitt í að laga það.
Fjölskyldan hefur fengið mikla gagnrýni fyrir það að taka peninga út úr félaginu í stað þess að nota þá í að laga heimavöll félagsins og æfingasvæði liðsins sem er komið vel til ára sinna.
Auglýsinguna má sjá hér að neðan.