Spánn er nú eina liðið sem aldrei hefur tapað leik í undankeppni HM.
Þetta varð ljóst með 0-1 tapi Brasilíu gegn Argentínu í nótt. Fyrir þann leik höfðu Brassar aldrei tapað á heimavelli í undankeppni HM.
Spánn er því eina liðið sem getur nú hreykt sig af því.
Í byrjun árs 2022 voru liðin þó fleiri. Þá hafði Ítalía ekki heldur tapað heimaleik í undankeppni HM, auk auðvitað Brasilíumanna og Spánverja.