Brasilía tók á móti Argentínu í undankeppni HM 2026 í nótt en það sem allir eru að ræða eftir leikinn eru svakaleg slagsmál sem brutust út fyrir hann á milli argentískra stuðningsmanna og brasilísku lögreglunnar.
Fjandinn varð laus þegar átti að fara að spila þjóðsöngvana, lögregla réðist til atlögu og tók harkalega á stuðningsmönnum Argentínu. Mátti sjá lögreglumenn berja stuðningsmenn með kylfum til að mynda.
Stuðningsmenn Argentínu brugðust við með því að rífa sæti úr stúkunni og kasta í lögreglu.
Leikmenn voru í sjokki og þar á meðal Lionel Messi þegar myndavélarnar beindust að honum.
Emi Martinez, markvörður argentíska liðsins, reyndi þá að komast upp í stúku á meðan lætin áttu sér stað. Honum ofbauð ofbeldi lögreglumanna.
Leikurinn fór þó fram að lokum og vann Argentína 0-1 sigur.
Hér að neðan má sjá myndbönd frá slagsmálunum í stúkunni en rétt er að vara við þeim fyrir viðkvæma.
🚨🇧🇷🇦🇷 Crazy scenes in the stands at Maracanã between Brazilian police and Argentina fans.
Full footage by @_igorrodrigues 🎥 pic.twitter.com/lF4uzyI8A9
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) November 22, 2023
Incredible footage of Emiliano Martinez trying to stop the police beating the Argentinian supporters in the stands. 😳
— Football Tweet ⚽ (@Football__Tweet) November 22, 2023