Peter Crouch, fyrrum leikmaður Liverpool, Tottenham og fleiri liða, tók upp skemmtilegan þátt með eiginkonu sinni, Abbey Clancy, á dögunum og þar var ýmislegt látið flakka.
Meðal annars var það rætt hvað Clancy hefur oft lagt mikinn metnað í rómantíkina og að koma Crouch á óvart.
Í eitt skiptið gekk hún þó of langt en þá réði hún strippara á afmæli hans. Crouch og Clancy voru úti að borða þegar stripparinn mætti.
„Hann brjálaðist,“ sagði Clancy um atvikið. „Það voru allir að horfa á hann svo hann sagði henni að fara strax. Hún fór ekki einu sinni úr einum sokk.“
Crouch tók til máls. „Við vorum á veitingastað í Liverpool og allt í einu mætti þessi strippari. Ég spilaði með Liverpool og enska landsliðinu á þessum tíma og allir voru að taka þetta upp.
Ég bað hana bara afsökunar og sagði að ég gæti þetta ekki. Ég gaf henni pening og hún fór,“ sagði hann.