Nike hefur svarað fyrir myndir sem Mason Greenwood framherji Getafe hefur birt undanfarna daga.
Greenwood hefur birt ítrekaðar myndir af sér í Nike skóm og einnig poka fullan af Nike skóm.
Nike rifti samningi við Greenwood árið 2022 eftir að lögregla handtók hann. Var hann grunaður um gróft ofbeldi í nánu sambandi.
„Greenwood er ekki lengur á samningi hjá Nike,“ segir talsmaður félagsins.
Á einni myndinni er Greenwood í Nike skóm sem kosta meira en 1,5 milljón. Eru þeir allir í Swarovski kristal.
Greenwood er hins vegar að kaupa sér skóna sjálfur í dag en hann er enn með samning við Manchester United en var lánaður til Getafe.
Lögregla felldi mál hans niður fyrr á þessu ári en United vill ekki spila honum.