Lögreglan í Manchester tók það ekki í mál að leikur Manchester City og Liverpool færi fram síðdegis á laugardag eins og planið var.
Sky Sports valdi leikinn sem síðdegis leik á laugardag en lögreglan tók fyrir það.
Ástæðan er sú að mikill hiti hefur verið á milli stuðningsmanna í síðustu viðureignum. Í síðasta leik á Ethiad varð stuðningsmaður City fyrir árás og fatlaðir stuðningsmenn Liverpool urðu fyrir fordómum.
Þá hafa læti verið í fleiri leikjum. Lögreglan vill því koma í veg fyrir mikla ölvun á leiknum og setur hann í hádeginu.
Þjálfarar liðanna eru eflaust ekki sáttir með það enda er landsleikjafrí að klárast og leikmenn æfa því lítið fyrir þennan stórleik.