Lisandro Martinez var ekki skemmt yfir viðbrögðum brasilísku lögreglunnar í leik heimamanna gegn Argentínu í nótt.
Martinez og félagar í Argentínu unnu 0-1 sigur. Það sem skyggir á sigur liðsins eru þó hörð slagsmál sem brutust út milli stuðningsmanna Argentínu og brasilískrar lögreglu. Mátti til að mynda sjá lögreglumenn lemja stuðningsmenn með kylfum.
„Það er synd að sjá hvað brasilíska lögreglan gerði. Hvernig getur þetta gerst? Hversu lengi þurfum við að sjá svona lagað? Þetta er alltaf eins í Brasilíu,“ skrifaði Martinez beittur á Instagram reikning sinn.
Myndbönd af slagsmálunum má sjá með því að smella hér en markvörðurinn Emi Martinez reyndi meðal annars að skerast í leikinn og stöðva lögreglu.