Arsenal er sagt hafa áhuga á hinum 18 ára gamla Yarek Gasiorowski hjá Valencia. Spænski miðillinn AS segir frá þessu.
Um er að ræða þrælefnilegan miðvörð sem þegar er farinn að spila með aðalliði Valencia.
Er hann með klásúlu í samningi sínum upp á 17,5 milljónir punda en Arsenal skoðar það að reyna að fá hann.
Gasiorowski er spænskur og hefur spilað 16 leiki fyrir U-19 ára landsliðið.