Kai Havertz gekk í raðir Arsenal í sumar frá Chelsea en hefur átt erfitt uppdráttar.
Þjóðverjinn var keyptur á 65 milljónir punda en hann hefur ekki beint staðið undir verðmiðanum. Sjálfur er hann þó ansi sáttur hjá félaginu.
„Ég er mjög ánægður hjá Arsenal. Þetta er ein fjölskylda,“ segir hann.
Havertz telur að það taki meiri tíma fyrir leikmann sem kemur frá erkifjendum að öðlast traust stuðningsmanna.
„Það er alltaf erfitt þegar þú kemur hingað frá Chelsea. Þetta eru miklir erkifjendur svo það getur tekið margar vikur að öðlast traust stuðningsmanna.
Mörk og góðar frammistöður geta hjálpað mér að ná í það. Ég mun alltaf gefa 100 prósent hér,“ segir hann.