Luke Shaw hefur hafið æfingar með Manchester United á nýjan leik eftir þriggja mánaða fjarveru. Eru þetta gleðitíðindi fyrir Erik Ten hag.
Vinstri bakvörðurinn hefur undir stjórn Ten Hag verið í stóru hlutverki og hefur liðið saknað hans.
Shaw meiddist i lok ágúst og fór félagið þá leið að fá Sergio Reguilon á láni frá Tottenham.
Tyrrel Malacia hefur einnig verið frá vegna meiðsla og staða vinstri bakvarðar því verið til vandræða.
Shaw hefur hafið æfingar af fullum krafti en óvíst er hvort hann sé klár í slaginn gegn Everton á sunnudag.
Meiðsli herja á lið United en Andre Onana er nú meiddur en óvíst er með hversu lengi hann verður frá. Fyrir eru Lisandro Martinez, Casemiro og Christian Eriksen frá og spila ekki gegn Everton.
Jonny Evans, Aaron Wan-Bissaka og Rasmus Hojlund eru svo allir tæpir.