„Ég segi Jurgen Klopp,“ segir Gary Neville þegar hann var spurður út í það hver væri besti knattspyrnustjóri í heimi í dag.
Ummæli Neville vekja nokkra athygli enda er þarna fyrrum fyrirliði Manchester United að tala um stjóra Liverpool.
„Jurgen Klopp vinnur með fjármuni sem eru miklu minni en Pep Guardiola notar. Guardiola er snillingur og hans virður minnst sem slíkur.“
„Jurgen Klopp er magnaður stjóri, ef ég væri beðinn um að velja stjóra fyrir Manchester United á morgun þá væri það Jurgen Klopp.“
„Liverpool leyfir honum hins vegar aldrei að fara.“
Klopp hefur unnið ensku deildina einu sinni með Liverpool og Meistaradeildina einu sinni á átta árum.