Fyrirsætan Cindy Kimberly vekur athygli fyrir myndir sem hún birti á Instagram í vikunni.
Kimberly er unnusta Dele Alli sem er leikmaður Everton en hann hefur ekkert spilað á þessu tímabili.
Dele opnaði sig í sumar um andleg veikindi sín en hann hefur verið á erfiðum stað síðustu ár.
Dele sagðist hafa verið orðinn háður pillum en hann er enn að jafna sig af meiðslum.
Kimberly birti myndir fyrir fylgjendur sína þar sem hún er léttklædd og fær hún mikið lof fyrir.