Paul Barber, stjórnarformaður Brighton segir að félagið muni á endanum selja Evan Ferguson, framherja félagsins.
Manchester United er eitt þeirra félaga sem vill kaupa framherjann unga og kröftuga frá Brighton.
„Þegar við getum gefið þeim langtíma samninga þá er það gott, það er öryggi fyrir þá og öryggi fyrir okkur. Þeir fá að læra hlutina hjá okkur,“ segir Barber.
„Á einum tímapunkti mun Evan fara og spila á hærra stigi, ef hann heldur svona áfram.“
Búist er við að Brighton muni fara fram á allt að 100 milljónir punda fyrir framherjann frá Írlandi.
„Við viljum gera allt til að undirbúa hann fyrir næsta skref, bæði innan sem utan vallar. Hann fær allan okkar stuðning.“