Brasilía tók á móti Argentínu í undankeppni HM 2026 í nótt en það sem allir eru að ræða eftir leikinn eru svakaleg slagsmál sem brutust út fyrir hann á milli argentískra stuðningsmanna og brasilísku lögreglunnar.
Fjandinn varð laus þegar átti að fara að spila þjóðsöngvana, lögregla réðist til atlögu og tók harkalega á stuðningsmönnum Argentínu. Mátti sjá lögreglumenn berja stuðningsmenn með kylfum til að mynda.
Stuðningsmenn Argentínu brugðust við með því að rífa sæti úr stúkunni og kasta í lögreglu.
Leikmenn Argentínu fóru aftur inn til búningsklefa eftir að átökin brutust út en argentíski miðillinn TyC Sports segir að Rodrygo, leikmaður Brasilíu, hafi látið þá Lionel Messi og Rodrigo de Paul í liði Argentínu heyra það fyrir að fara aftur inn í klefa og kallað þá gungur.
Messi tók þessu alls ekki vel og samkvæmt miðlinum sagði hann: „Við erum heimsmeistarar, af hverju ertu að kalla okkur þetta? Passaðu hvað þú segir.“
Myndband af þessu er hér að neðan.
Rodrygo called Leo Messi and his teammates "cowards" last night.
The Argentinian's response: “We are the world champions, why are we cowards? Shut your mouth…” 🇧🇷🇦🇷
🎥 @TyCSports pic.twitter.com/hUr8IBeTze
— Football Tweet ⚽ (@Football__Tweet) November 22, 2023