Kjartan Kári Halldórsson er endanlega genginn í raðir FH eftir að hafa verið þar á láni á síðustu leiktíð.
Hinn tvítugi Kjartan skrifar undir þriggja ára samning við FH og hann kemur frá Haugesund í Noregi, en það er liðið sem Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfar.
Kjartan skoraði þrjú mörk fyrir FH í öllum keppnum á síðustu leiktíð.
Kappinn er uppalinn hjá Gróttu og fór þaðan til Haugesund eftir leiktíðina 2022.