Framherjinn Olivier Giroud er hvergi af baki dottinn þrátt fyrir að það sé farið að síga ansi hressilega á seinni hluta knattspyrnuferilsins. Hann stefnir að því að vera áfram hjá AC Milan á næstu leiktíð.
Hinn 37 ára gamli Giroud hefur spilað með Milan síðan 2021 við góðan orðstýr. Samningur hans rennur út eftir leiktíðina en vonast hann til þess að skrifa undir nýjan.
„Ég myndi elska að vera áfram hjá Milan,“ segir Giroud sem telur sig enn hafa nóg fram að færa.
„Ég hef ekki rætt við félagið um framtíð mína en ég myndi vilja vera áfram og ég tel mig geta hjálpað liðinu.
Ég set ferli mínum engin takmörk,“ segir franski framherjinn.
Giroud hefur átt frábæran feril með liðum eins og Arsenal og Chelsea og vann hann til að mynda Meistaradeild Evrópu með síðarnefnda liðinu.