Dregið verður í umspil um síðustu þrjú sætin á EM 2024 á morgun og verður Ísland þar á meðal þátttökuþjóða.
Í drættinum verður dregið um það hvort Finnland, Úkraína eða Ísland færist upp í A-riðil umspilsins, en hin tvö verða í B-riðlinum.
Ef Ísland dregst í A-riðilinn mætir það Wales á útivelli. Dragist Ísland í B-riðilinn mætir það Ísrael, sömuleiðis á útivelli.
Sigur gegn Wales í A-riðli myndi þýða úrslitaleikur gegn Póllandi eða Eistlandi um sæti á EM. Sigur gegn Ísrael í B-riðli myndi þýða úrslitaleikur gegn Finnlandi eða Bosníu-Hersegóvínu um sæti á EM.
Drátturinn fer fram klukkan 11 á morgun.
A-riðill umspilsins
Wales, Pólland, Úkraína/Ísland/Finnland, Eistland (eitt af þremur)
B-riðill umspilsins
Ísrael, Bosnía, Finnland/Úkraína/Ísland (tvö af þremur)