Yfirvöld í Brasilíu halda áfram að eltast við Ronaldinho og vilja fá fjármuni frá honum til að greiða skattaskuldir.
Skattayfirvöld þar í landi fara nú fram á það að taka tvö heimili af Ronaldinho til að fá upp í skuldir.
Um er að ræða eign sem hann í Rio de Janeiro og heimili sem hann býr á í Rio Grande do Sul.
Skattayfirvöld hafa lengi verið að eltast við Ronaldinho en þeir segja að ekki ein króna sé til á bankabókum hans.
Árið 2018 voru yfirvöld á eftir Ronaldinho og tóku þá bifreiðir og málverk og nú á að reyna að taka af honum húsnæði til að ná upp í skuldir.