Viðræður milli Manchester United og Juventus halda áfram vegna Jadon Sancho en ítalska félagið vill fá hann á láni í janúar.
Sancho hefur ekki spilað með Manchester United í margar vikur eftir að hafa farið í stríð við Ten Hag.
Hann fær ekki að æfa með liðinu og ljóst er orðið að hann og Ten Hag munu ekki vinna saman aftur.
Juventus vill fá Sancho á láni en viðræður milli félaganna snúast um það hversu stóran hluta af launum hans Juventus borgar.
Rudy Galetti blaðamaður á Ítalíu segir viðræður í fullum gangi en hann segir Sancho ekki spenntan fyrir því að fara til Sádí Arabíu.
Juventus er í öðru sæti í ítölsku deildinni en markaskorun hefur verið vandamál hjá liðinu.