fbpx
Fimmtudagur 23.janúar 2025
433Sport

Upp úr sauð á Suðurlandsbraut þegar Ríkharð vakti athygli á þessu – „Ekki vera svona vitlausir alla daga“

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 21. nóvember 2023 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það kom mörgum á óvart um helgina þegar Antoine Griezmann var orðaður við Manchester United um helgina. Þetta var til umræðu í hlaðvarpsþættinum Þungavigtin. Þar gaf sparkspekingurinn geðþekki Kristján Óli Sigurðsson lítið fyrir þessa orðróma.

Kristján var ekki lengi að taka til máls eftir að þáttastjórnandinn Ríkharð Óskar Guðnason hóf að ræða orðrómana um Griezmann og Manchester United.

„Ríkharð, ekki lesa bara einhverja slúðurmiðla,“ sagði Kristján.

„Þetta kæmi ekkert á óvart. United er búið að gera þetta milljón sinnum,“ skaut Ríkharð þá inn í áður en Kristján tók til máls á ný.

„Þetta er þvættingur. Það er verið að búa til fréttir, ekki vera svona vitlausir alla daga.“

Ríkharð færði þá rök fyrir máli sínu.

„Hversu oft hefur United farið þessa leið? Hversu oft? 36 ára Zlatan, Henrik Larsson, Edinson Cavani. Á ég að halda áfram? Odion Ighalo. Þvættingur er þetta,“ sagði hann.

Mikael Nikulásson var með þeim félögum í setti að vanda.

„Það er allt í lagi, ef hann fær eðlileg laun, að taka hann í eitt og hálft ár. Eini möguleikinn til að hann komi er sennilega að bjóða honum einhver stjarnfræðileg laun og það er auðvitað bara þvæla,“ sagði Mikael.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

United vill framherja og fyrrum leikmaður City er á blaði – Þurfa að selja fyrst

United vill framherja og fyrrum leikmaður City er á blaði – Þurfa að selja fyrst
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Solskjær spurður út í tvo leikmenn United – Gaf skýr svör

Solskjær spurður út í tvo leikmenn United – Gaf skýr svör
Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Veðbankar hliðhollir Íslendingum fyrir kvöldið – Þetta segja þeir nú um sigurlíkur Strákanna okkar á HM

Veðbankar hliðhollir Íslendingum fyrir kvöldið – Þetta segja þeir nú um sigurlíkur Strákanna okkar á HM
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Aftur sektaðir af KSÍ

Aftur sektaðir af KSÍ
433Sport
Í gær

Meistaradeildin: Liverpool vann tíu menn Lille – Ótrúleg endurkoma Barcelona

Meistaradeildin: Liverpool vann tíu menn Lille – Ótrúleg endurkoma Barcelona
433Sport
Í gær

Segist vera sammála forsetanum sem baunaði á fjölmiðla: ,,Þeir þurfa líka að láta í sér heyra“

Segist vera sammála forsetanum sem baunaði á fjölmiðla: ,,Þeir þurfa líka að láta í sér heyra“
433Sport
Í gær

Lykilmaður Arsenal í kapphlaupi við tímann

Lykilmaður Arsenal í kapphlaupi við tímann
433Sport
Í gær

Er 15 ára gamall en vonast til að spila á HM á næsta ári

Er 15 ára gamall en vonast til að spila á HM á næsta ári