fbpx
Föstudagur 14.mars 2025
433Sport

Undankeppni EM: Króatar tryggðu sæti sitt – Stórsigur Hollendinga

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 21. nóvember 2023 21:42

Calvin Strengs gerði þrennu í kvöld. Hér fagnar hann ásamt Cody Gakpo. Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Undankeppni EM 2024 er nú lokið en leikið var í riðlum B, D og I í kvöld.

Frakkland og Holland voru komin áfram í B-riðlinum. Hollendingar unnu 0-6 sigur á Gíbraltar í kvöld þar sem Calvin Strengs gerði þrennu. Cody Gakpo, Mats Wieffer og Teun Koopmeiners komust einnig á blað.

Frakkar gerðu 2-2 jafntefli gegn Grikkjum á útivelli. Randal Kolo Muani kom þeim yfir á 43. mínútu en Grikkir sneru stöðunni í 2-1 með mörkum frá Anastasios Bakasetas og Fotis Ioannidis á fyrsta stundarfjórðungi seinni hálfleiks. Youssouf Fofana jafnaði fyrir Frakka á 73. mínútu.

Í I-riðli var svipuð staða uppi á teningnum en Rúmenía og Sviss voru þegar komin áfram.

Í D-riðli fylgja Króatar Tyrkjum upp úr riðlinum en liðið vann 1-0 heimasigur á Armenum í kvöld. Ante Budimir gerði eina mark leiksins á 43. mínútu.

Öll úrslit kvöldsins eru hér að neðan

B-riðill
Gíbraltar 0-6 Holland
Grikkland 2-2 Frakkland

D-riðill
Króatía 1-0 Armenía
Wales 1-1 Tyrkland

I-riðill
Andorra 0-2 Ísrael
Kósóvó 0-1 Hvíta Rússland
Rúmenía 1-0 Sviss

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Þýski landsliðsmaðurinn gæti farið frítt til Arsenal

Þýski landsliðsmaðurinn gæti farið frítt til Arsenal
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Aron Einar opnar sig um ákvörðun Arnars – „Held þetta sé rétt þróun“

Aron Einar opnar sig um ákvörðun Arnars – „Held þetta sé rétt þróun“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

UEFA íhugar reglubreytingar eftir uppákomuna í gær

UEFA íhugar reglubreytingar eftir uppákomuna í gær
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Er með rosalegt tilboð á borðinu

Er með rosalegt tilboð á borðinu
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

United klárt í að taka þátt í kapphlaupinu – Þetta er verðið

United klárt í að taka þátt í kapphlaupinu – Þetta er verðið
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Arnar: „Mér hugnast það illa“

Arnar: „Mér hugnast það illa“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Opnar sig um falskar sögusagnir og ógeðfellt áreiti í myndbandi – „Ég titra því mig langar ekki að tala um þetta“

Opnar sig um falskar sögusagnir og ógeðfellt áreiti í myndbandi – „Ég titra því mig langar ekki að tala um þetta“