Undankeppni EM 2024 er nú lokið en leikið var í riðlum B, D og I í kvöld.
Frakkland og Holland voru komin áfram í B-riðlinum. Hollendingar unnu 0-6 sigur á Gíbraltar í kvöld þar sem Calvin Strengs gerði þrennu. Cody Gakpo, Mats Wieffer og Teun Koopmeiners komust einnig á blað.
Frakkar gerðu 2-2 jafntefli gegn Grikkjum á útivelli. Randal Kolo Muani kom þeim yfir á 43. mínútu en Grikkir sneru stöðunni í 2-1 með mörkum frá Anastasios Bakasetas og Fotis Ioannidis á fyrsta stundarfjórðungi seinni hálfleiks. Youssouf Fofana jafnaði fyrir Frakka á 73. mínútu.
Í I-riðli var svipuð staða uppi á teningnum en Rúmenía og Sviss voru þegar komin áfram.
Í D-riðli fylgja Króatar Tyrkjum upp úr riðlinum en liðið vann 1-0 heimasigur á Armenum í kvöld. Ante Budimir gerði eina mark leiksins á 43. mínútu.
Öll úrslit kvöldsins eru hér að neðan
B-riðill
Gíbraltar 0-6 Holland
Grikkland 2-2 Frakkland
D-riðill
Króatía 1-0 Armenía
Wales 1-1 Tyrkland
I-riðill
Andorra 0-2 Ísrael
Kósóvó 0-1 Hvíta Rússland
Rúmenía 1-0 Sviss